Sól á sunnudags morgni í París í febrúar

Til að verma sálina og andann


Nóvember í París

Nú fer að líða á dvöl mína hér að þessu sinni.  Það hefur verið fallegt haust veður með sól og nokkuð hlýtt þegar ég kom út, en talsvert kólnað núna fyrir helgina en sólarglenna og gott útivistarveður.

Enda hefur útvist verið aðal sport Parísarbúa þessa dagana, en hér hefur verið verkfall í almennings samgöngum sem flestir Parísabúar treysta á.  Og þegar strætó og metró hætta að ganga kemur það við daglegt líf allra hér.  Því öðruvísi en heima þar sem færri nota almennings samgöngur eins mikið og hér.  Fólk hefur þuft að labba 1-2 klst. úr og í vinnu, reyna að troða sér inn í yfir fulla lestarvagna þeirra fáu lesta sem hafa gengið, eða hjóla, hjólaskauta, hlaupabrettast eða hvað sem hver getur best.  Ég lagði á mig á fimmtudaginn að hitta systur mína í hádegismat, vanaleg leið í um 30 mínútur í metró, en ég var í um klukkustund á leiðinni, sem telst bara gott.  Því eftir að hafa labbað í um 20 mínútur gat ég tekið einu sjálfvirku neðarjarðarlestina (línu 14 í metró) hér, því það er enginn lestarstjóri, bara tölvur eða eitthvað þessu um líkt sem stjórnar þessari lest og því enginn í verkfalli.  Svo bara smá labba af endastöðinni í hádegismatinn og við systurnar áttum saman góða stund í matarhléinu hennar, en svo hélt ég aftur á stað, nokkurn vegin sömu leið til baka heim.

Ég ætla ekki að reyna að útskýra um hvað þetta verkfall snýst í raun, en aðallega er talað um að það eigi að hækka eftirlauna aldurinn hjá lestarsjórunum og öðrum opinberum starfsmönnum, en hér eru lestarnar í ríkisrekstri.  Margir hafa mikinn áhuga á af því að komast sem fyrst á efirlaun.  Háskólanemar eru líka í mótmælum þessa dagana, útaf breytingum á rekstir skólanna og svo stuðningi við þá sem eru í verkfalli, og einn háskólanemandi svarði sjónvarpsfrétta manni á þá leið að hann hefði áhyggjur nú þegar af sínum eftirlaunum, sem hljómaði smá undarlega, þarf sem viðkomandi hafði ekki einu sinni hafið starfsæfina.  Það eru misjafnar áhyggjurnar, mínar þær helstar núna hvernig mér muni ganga að komast út á flugvöll á morgun, þótt ég hafi nú ekki miklar áhyggjur af því

Fyrir mig er þetta bara smá uppá koma, en talsverðir erfiðleikar fyrir marga hér í borginni.   En til uppliftingar kom Beaujolais nouveau á fimmtudaginn, góður árgangur þrátt fyrir rigninga sumar í Frakklandi þetta árið.


Heil og sæl

Heil og sæl öll til sjávar og sveita.

Nú er enginn maður með mönnum nema að blogga og þarf sem ég vil jú teljast þar með byrja ég hér með þetta blogg.

Það mun svo ráðast af umræðunni og ástandið í samfélagi okkar og í heiminum almennt á hverjum tíma hvað ég mun skrifa hér.

Góðar stundir.


Um bloggið

Ingibjörg Jónsdóttir

Höfundur

Ingibjörg Jónsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband